Vertíðarstemmning í Eyjum

mbl.is/Sigurgeir

„Það er allt á út­opnu í fisk­vinnslu. Við erum að vinna hér salt­fisk myrkr­anna á milli og það er nóg að gera í vinnslu bol­fiskaf­urða. Fiskeríið hef­ur verið mjög gott síðustu daga þannig að það hér er sann­kölluð vertíðarstemmn­ing,“ seg­ir Sig­ur­jón Gísli Jóns­son, fram­leiðslu­stjóri hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um.

Mokafli hef­ur verið í öll veiðarfæri að und­an­förnu og hefst vart und­an í landi. Sig­ur­jón seg­ir að bætt hafi verið við 30 til 40 manns í vinnsl­una, meðal ann­ars skóla­fólki en fyr­ir voru 70 manns við fisk­vinnsl­una. Allt í allt eru því um og yfir 100 manns í vinnsl­unni.

„Þá tók­um við í vik­unni upp vakt­ir all­an sól­ar­hring­inn í salt­fisk­vinnsl­unni. Það voru ekki marg­ir dag­ar en það þurfti síðast að taka upp sól­ar­hrings­vakt­ir í salt­fisk­vinnsl­unni árið 1980. Þetta er gamli vertíðarbrag­ur­inn sem fólk hér í Eyj­um þekk­ir svo vel og ég sé fyr­ir mér mjög þétta dag­skrá fram að pásk­um að minnsta kosti,“ seg­ir Sig­ur­jón Gísli Jóns­son, fram­leiðslu­stjóri hjá Vinnslu­stöðinni.

mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert