Vertíðarstemmning í Eyjum

mbl.is/Sigurgeir

„Það er allt á útopnu í fiskvinnslu. Við erum að vinna hér saltfisk myrkranna á milli og það er nóg að gera í vinnslu bolfiskafurða. Fiskeríið hefur verið mjög gott síðustu daga þannig að það hér er sannkölluð vertíðarstemmning,“ segir Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Mokafli hefur verið í öll veiðarfæri að undanförnu og hefst vart undan í landi. Sigurjón segir að bætt hafi verið við 30 til 40 manns í vinnsluna, meðal annars skólafólki en fyrir voru 70 manns við fiskvinnsluna. Allt í allt eru því um og yfir 100 manns í vinnslunni.

„Þá tókum við í vikunni upp vaktir allan sólarhringinn í saltfiskvinnslunni. Það voru ekki margir dagar en það þurfti síðast að taka upp sólarhringsvaktir í saltfiskvinnslunni árið 1980. Þetta er gamli vertíðarbragurinn sem fólk hér í Eyjum þekkir svo vel og ég sé fyrir mér mjög þétta dagskrá fram að páskum að minnsta kosti,“ segir Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni.

mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert