Vilja reisa hér kapalverksmiðju

Íslenska félagið North Pole Wire hefur boðað áform um að reisa kapalverksmiðju hér á landi á næstu árum. Reiknað er með að slík verksmiðja geti á fullum afköstum skapað 300-500 manns atvinnu. Orkuþörfin er að lágmarki um 25 MW.

Félagið, sem er á vegum Friðriks Hansens Guðmundssonar verkfræðings og erlendra aðila, hyggst framleiða háspennukapla og sæstrengi, aðallega til útflutnings en einnig til notkunar innanlands. Framleiða á kaplana úr íslensku áli en verkefnið hefur lengi verið í undirbúningi.

Í tilkynningu frá North Pole Wire segir m.a. að verksmiðjan rísi á næstu 3-4 árum, þar af taki fyrsti áfangi allt að tvö ár. Allt er þetta þó háð því að tilskilin leyfi fáist en félagið hyggst óska eftir styrkjum frá íslenska ríkinu vegna verkefnisins. Staðsetning verksmiðjunnar hefur ekki verið ákveðin en nokkur landsvæði hafa verið skoðuð, sum þeirra talin vænleg.

Að baki verkefninu eru sagðir öflugir erlendir aðilar, sem ekki hafa komið að starfsemi á Íslandi áður. Auk áætlana um að reisa verksmiðjuna á Íslandi hafa þessir aðilar átt í viðræðum við erlenda kaupendur.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert