Áhyggjur af barnafólki

Stjórn Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags í Norðurþingi lýs­ir áhyggj­um af fyr­ir­huguðum niður­skurði á fram­lög­um til leik­skóla og dag­gæslu barna. Fé­lagið ótt­ast að ungt fólk leiti annað ef grunnþjón­ust­an verður skert í Norðurþingi.

Á stjórn­ar­fundi Fram­sýn­ar í gær urðu nokkr­ar umræður um stöðu barna­gæslu á Húsa­vík. Á vefsíðu fé­lags­ins seg­ir að fyr­ir­hugaður sé niður­skurður á þjón­ustu leik­skól­ans Grænu­valla á Húsa­vík, auk þess sem blik­ur séu á lofti með áfram­hald­andi starf­semi dag­mæðra í bæn­um.

For­eldr­ar, sem jafn­framt eru fé­lags­menn í Fram­sýn, hafa að sögn for­manns Fram­sýn­ar, leitað til fé­lags­ins vegna þessa og finnst mörg­um þeirra að verið sé að skerða mögu­leika barna­fólks til að búa á Húsa­vík með niður­skurði í mála­flokkn­um. Sveit­ar­fé­lagið sé í raun að gera þess­um hópi erfiðara um vik að búa á svæðinu.

„Í ljósi þess að fólki á barneign­ar­aldri í Norðurþingi hef­ur fækkað veru­lega á und­an­förn­um árum lýstu fund­ar­menn áhyggj­um sín­um af því að niður­skurður til leik­skóla og dag­gæslu barna myndi höggva enn stærri skörð í þenn­an ald­urs­hóp. Mik­il­vægt sé að ungu fólki sé gert kleift að setj­ast að í sveit­ar­fé­lag­inu. Liður í því sé að halda úti nauðsyn­legri grunnþjón­ustu eins og dag­for­eldr­um og leik­skól­um, að öðrum kosti gæti ungt fólk neyðst til að leita sér að bú­setu ann­ars staðar,“ seg­ir á vef Fram­sýn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert