Er „Leiðrétting“ lausnin?

mbl.is/Sverrir

Umræður um aðgerðir vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja stigmagnast með hverjum deginum. Einna mest hefur verið rætt um 20% niðurfellingu skulda og sitt sýnist hverjum. Í dag opinberar Seðlabankinn útreikninga sína vegna þeirrar hugmyndar en forsætisráðherra vitnaði í þá um miðja viku, og hafnaði jafnri niðurfellingu skulda.

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, sem talað hefur fyrir 20% niðurfellingu skulda ritaði nýverið greinargerð um það sem hann nefnir „Leiðréttinguna“. Ekki liggur fyrir nákvæmt mat á þeim eignum sem færðar voru yfir í nýju bankana úr þeim gömlu. „Nafnverð þeirra var um 6.000 milljarðar króna en bókfært verð þeirra gæti verið um 3.000 milljarðar – m.ö.o. afskriftir nema um 50% af nafnverði. Lykillinn að „Leiðréttingunni“ felst í þessari staðreynd,“ segir í greinargerðinni. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert