Fengu hákarl í netin

Sigurður Stefánsson og Guðlaugur Ágústsson með hákarlinn.
Sigurður Stefánsson og Guðlaugur Ágústsson með hákarlinn. Mynd Edda Hafsteinsdóttir

Skipverjar á Sædísi ÍS 67 fengu stóran hákarl í grásleppunetin út af Selskeri eða Sæluskeri í dag. Böndum var komið á hákarlinn og hann dreginn í land á Norðurfirði.

Greint er frá hákarlsveiðinni á vef Litlahjalla. Þar segir að Sædís ÍS-67 sé kominn á Norðurfjörð til að stunda grásleppuveiðar eins og undanfarin ár.

Fyrstu grásleppunetin voru lögð fyrir réttri viku og fyrst var vitjað um á mánudag. Að sögn var lítið í eða tæpar 3 tunnur af hrognum og talsvert um rauðmaga. Hreppsbúar fengu því vel í soðið af nýmetinu.

Bræla hefur sett strik í reikninginn en tvívegis var róið í vikunni í sæmilegu veðri. Þegar trossurnar voru dregnar út af Selskeri í dag var stór hákarl í netunum. Bátsverjar eru eftir því sem fram kemur á vef Litlahjalla, nýkomnir í land með fenginn í togi.

Vefur Litlahjalla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert