Hugsa þarf heilbrigðismál upp á nýtt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um aukna
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um aukna "útvistun" í heilbrgðis- og menntamálum. mbl.is/ Árni Sæberg

Í þeim lið ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um endurreisn atvinnulífsins er varðar atvinnulíf og fölskyldur segir að reikna megi með því að takmarkað fjármagn renni til heilbrigðis- og menntamál á næstu árum.   

Aukinn einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum
Í ályktuninni, sem samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða á fundinum í dag, segir að brjótast þurfi úr viðjum vanans og hugsa heilbrigðismál upp á nýtt til að skapa meiri verðmæti fyrir minna fé. Lagt er til að verkefnum og þjónustu verði útvistað og þannig verði hægt að byggja upp fyrirtæki með sérstökum tækifærum. Ekki má skilja þennan lið ályktunarinnar öðruvísi en svo að þarna sé flokkurinn að leggja aukna áherslu á einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill jafnframt að varnir vegna ákvarðana um hærri vexti verði auknar og fasteignafélög efld til að nýtast fólki sem missir íbúðir sínar til að leigja þær tímabundið og eignast á ný þegar aðstæður leyfa. Þá vill flokkurinn að sérstakar ráðstafanir verði gerðar í samvinnu við sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins, frjáls félög og aðra áhugahópa um að virkja atvinnulausa til aðgerða eða verkefna í eigin þágu.

Höfuðstólslækkun lána
Þá vill flokkurinn að bankarnir beiti gagnsæjum og faglegum aðgerðum til lausnar greiðsluvanda án tafar. Úrræði verði í boði fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með lán. Hugað verði að höfuðstólslækkun lána og greiðsluaðlögun  til að mæta þeim forsendubresti sem orðið hefur. Langtímasjónarmiðið er verður ávallt að gera fólki kleift að búa í eigin húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka