Kvóti úthafskarfa óbreyttur

Heimilt verður að veiða rúmlega 21 þúsund lestir af úthafskarfa árið 2009, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins.

Samkvæmt reglugerð ráðherra er heildaraflamark úthafskarfa óbreytt frá árinu 2008, eða 21.083 lestir. Þar af má veiða 14.758 lestir  á norðaustur veiðisvæðinu, þó ekki yfir 3.162 lestir á tímabilinu frá 1. apríl til 10. maí 2009.

Reglugerð um úthafskarfaveiðar 2009

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert