Mistökin voru Sjálfstæðisflokksins

Landsfundargestir á fundi Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundargestir á fundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ber óhjá­kvæmi­lega mikla ábyrgð á þeim mis­tök­um sem voru gerð í lands­stjórn­inni,“ sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og formaður End­ur­reisn­ar­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann kynnti niður­stöður nefnd­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins.

Vil­hjálm­ur lagði áherslu á að flokk­ur­inn  bæðist af­sök­un­ar á mis­tök­um sín­um, enda hefði það end­ur­spegl­ast í ræðu Geirs H. Haar­de for­manns. Hann lagði áherslu á að kjörn­ir meðlim­ir flokks­ins beittu sér ekki í bönk­um og öðrum fyr­ir­tækj­um á veg­um rík­is­ins.

Burt með fyr­ir­greiðslupóli­tík­ina
„Við skul­um segja hreint út að við af­nem­um fyr­ir­greiðslupóli­tík að þessu leyti,“ sagði Vil­hjálm­ur.  Hann rifjaði upp fyr­ir­spurn Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur á Alþingi til Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar iðnaðarráðherra um hvort Össur hefði beitt sér fyr­ir fyr­ir­greiðslu handa Jóni Ólafs­syni at­hafna­manni í bönk­un­um. Hann velti því fyr­ir sér hvað hefði vakað fyr­ir Siv með fyr­ir­spurn­inni. Sagði að fyr­ir­spurn­in ein og sér end­ur­speglaði á hvaða stigi umræðan væri.

Vext­irn­ir eru að kæfa fyr­ir­tæk­in í land­inu
Vil­hjálm­ur sagði að störf­um yrði ekki fjölgað með skött­um. Hann lagði líka áherslu á lækk­un stýri­vaxta og var harðorður á vaxta­stefnu Seðlabank­ans. „Það er eng­inn heil­brigður rekst­ur sem þolir þá vexti sem eru á Íslandi í dag. Vext­irn­ir eru að kæfa fyr­ir­tæk­in í land­inu. Þetta er eitt mik­il­væg­asta atriðið til þess að skapa at­vinnu.“ Hann sagði að sátt þyrfti að nást um nýt­ingu orku­auðlinda og að passa þyrfti upp á að hags­mun­um Íslands yrði fylgt eft­ir í samn­ing­um um lofts­lags­mál. Hann sagði að af­nema þyrfti ýmsa mis­mun­um í ný­sköp­un­ar­kerf­inu.

Vil­hjálm­ur lagði áherslu á viðhorfs­breyt­ingu í at­vinnu­líf­inu. Íslend­ing­ar þyrftu að þora á nýj­an leik. Fyr­ir­tæki þyrftu að sýna djörf­ung og þora að fjár­festa. „Það skipt­ir máli að við Íslend­ing­ar þorum,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Er­lent eign­ar­hald á bönk­un­um
At­hygli vek­ur að í álykt­un flokks­ins um end­ur­reisn­ina er lögð áhersla á er­lenda eign­araðild á bönk­un­um, en Vil­hjálm­ur sjálf­ur hef­ur viðrað þessa hug­mynd í fjöl­miðlum.

Nefnd­in vill einnig að auknu fé verði varið til þess að að bæta ímynd Íslands er­lend­is og að ut­an­rík­isþjón­ust­an ein­beiti sér að þessu. Er talað um „markaðsfé“ í til­lög­um nefnd­ar­inn­ar en þær verða ekki skild­ar öðru­vísi en að verið sé að vísa til skatt­fjár.  

Sjálf­stæður­flokk­ur­inn biðst af­sök­un­ar
Lands­fund­ur­inn samþykkti með mikl­um meiri­hluta greiddra at­kvæða álykt­un um end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins. Þar seg­ir að rekja megi ýms­ar ástæður fyr­ir áfall­inu, þ.e hruns fjár­mála­kerf­is­ins, til stjórn­valda, hvort held­ur til rík­is­stjórn­ar, lög­gjaf­ar­valds­ins eða stofn­ana rík­is­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi verið í rík­is­stjórn og löng­um í for­ystu­hlut­verki á upp­gangs­tím­an­um og þegar áfallið varð. „Af því leiðir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ber óhjá­kvæmi­lega mikla ábyrgð á þeim mis­tök­um.[...] Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn axl­ar ábyrgð og biðst af­sök­un­ar á því sem miður fór en hann átti að gera bet­ur,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur áherslu á eft­ir­tal­in atriði til þess að end­ur­reisa ís­lenskt at­vinnu­líf og tryggja sam­keppn­is­hæfni þess: 

  1. Lækk­un vaxta og af­nám gjald­eyr­is­hafta
  2. End­ur­reisn banka­kerf­is­ins með er­lendri eign­araðild og áherslu á heil­brigðan rekst­ur.
  3. Upp­bygg­inu hluta­bréfa­markaðar á grund­velli skyn­semi, skil­virkni og gegn­sæi.
  4. Skatta­laga hvata til fram­taks og vaxt­ar alþjóðlegra sam­keppn­is­hæfra fyr­ir­tækja.
  5. Markaðsfé til kynn­ing­ar á Íslandi sé for­gangsraðað og ut­an­rík­isþjón­ust­an ein­beiti sér að því að bæta ímynd Íslands er­lend­is.
  6. Sátt verði um að nýta orku­lind­ir og aðrar auðlind­ir þjóðar­inn­ar út frá lang­tíma­sjón­ar­miðum henni til hags­bóta.
  7. Hags­mun­um Íslands verði fylgt fast eft­ir í alþjóðleg­um samn­ing­um um lofts­lags­mál m.a með fram­lengd­um gild­is­tíma ís­lenska ákvæðis­ins.
  8. Af­námi mis­mun­un­ar gagn­vart hug­mynd­um sem ekki byggja á tækninýj­ung­um inn­an stuðnings­kerf­is ný­sköp­un­ar og áhersla lögð á verðmæta­sköp­um vegna góðra hug­mynda al­menn­ings jafnt og nýrr­ar tækni.
  9. Fag­legri stjórn­sýslu sem stend­ur við tíma­setn­ing­ar við af­greiðslu mála og eft­ir­lits­stofn­an­ir með mark­vissri for­gangs­röðun og virkri kostnaðar­vit­und fyr­ir sam­fé­lagið í heild.
  10. Sveit­ar­fé­lög í nægi­lega stór­um og hag­kvæm­um ein­ing­um sem eru ábyrg í fjár­mál­um og nýta tekj­ur af eigna­sölu til niður­greiðslu skulda og fjár­fest­inga en ekki til rekstr­ar.
  11. Upp­bygg­ingu alþjóðlegra sam­keppn­is­hæfra fyr­ir­tækja jafnt á lands­byggðinni sem á höfuðborg­ar­svæðinu sem eru virk í ný­sköp­un og at­vinnu­sókn.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert