N1 og Olís hækka bensínverð

Bensínlítrinn hefur hækkað í verði.
Bensínlítrinn hefur hækkað í verði. mbl.is/Kristinn

N1 og Olís hafa hækkað bensínverð um fjórar krónur, líkt og Skeljungur sem reið á vaðið í gær. Almennt verð á bensíni er nú 147,9 kr. í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur. Dísillítrinn kostar nú 154,9 kr.

Algengasta verðið á bensíni hjá Orkunni er 139,7 kr. og dísilolían kostar 149,5 kr. víðast hvar.

Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 145,8 kr. og dísilolían 152,6 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert