N1 og Olís hafa hækkað bensínverð um fjórar krónur, líkt og Skeljungur sem reið á vaðið í gær. Almennt verð á bensíni er nú 147,9 kr. í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur. Dísillítrinn kostar nú 154,9 kr.
Algengasta verðið á bensíni hjá Orkunni er 139,7 kr. og dísilolían kostar 149,5 kr. víðast hvar.
Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 145,8 kr. og dísilolían 152,6 kr.