Niðurfelling skulda óhagkvæm

Kostnaður við 20% flata niður­fell­ingu hús­næðis­skulda heim­ila væri um 285 millj­arðar ef líf­eyr­is­sjóðslán eru meðtal­in.  Kostnaður við  4 millj­óna króna niður­fell­ingu hús­næðis­skulda á hvert heim­ili væri enn dýr­ari og myndi kosta um 320 millj­arða króna, að mati Seðlabank­ans.

Seðlabank­inn seg­ir, að til að setja þess­ar töl­ur í sam­hengi  næmu þær um 20% af vergri lands­fram­leiðslu, um 45% af heild­ar­út­gjöld­um hins op­in­bera á síðasta ári eða ríf­lega tvö­föld­um heild­ar­út­gjöld­um til heil­brigðismála í fyrra. Þegar við bæt­ist 20% af­skrift fyr­ir­tækja­skulda gæti heild­ar­kostnaður­inn numið allt að 900 millj­arðar króna.

Fram kem­ur í skýrslu starfs­hóps Seðlabank­ans um skuld­ir heim­ila, að flöt
niður­fell­ing hús­næðis­skulda hafi ólík áhrif á mis­mun­andi hópa. Meðal­heim­ilið fær af­skrifaðar 3,2 millj­ón­ir þar sem meðal­hús­næðis­skuld­in
er um 16 millj­ón­ir. Um 73% heim­ila eða 57 þúsund heim­ili í  gagna­grunn­in­um eru með hús­næðis­skuld­ir und­ir 20 millj­ón­um og fengi að há­marki 4 millj­óna króna niður­fell­ingu sam­kvæmt 20% leiðinni.

Eitt af hverj­um sex heim­il­um eða tæp­lega 13 þúsund gætu fengið á bil­inu 4-6 millj­ón­ir. Tæp­lega 6000 heim­ili fengju á bil­inu 6-10 millj­ón­ir af­skrifaðar. Tæp­lega 2500 heim­ili fengju af­skrifaðar á bil­inu 10-30 millj­ón­ir. Á annað hundrað heim­ila fengi meira en 30 millj­ón­ir af­skrifaðar en fyr­ir stærsta hluta þess hóps yrði það ekki nægj­an­legt til að koma þeim ná­lægt því að vera í já­kvæðri eig­in­fjár­stöðu. 

Þá seg­ir starfs­hóp­ur­inn, að þegar 4 millj­óna króna af­skrifta leiðin sé skoðuð komi í ljóst, að stærri hluti heild­araf­skrifta færi til heim­ila með já­kvæðustu eig­in­fjár­stöðuna í hús­næði en sam­kvæmt 20% leiðinni.
Best setti hóp­ur­inn, sem er með meira en 20 millj­ón­ir í já­kvæðri
eig­in­fjár­stöðu, fengi 70 millj­arða króna sam­tals sam­kvæmt þess­ari leið í stað 41 millj­arðs króna sam­kvæmt 20% leiðinni.

Heim­il­in í þröngri eig­in­fjár­stöðu sem eru 31.600 tals­ins fengju 126 millj­arða króna stað 139 millj­arða sam­kvæmt 20% leiðinni. Verst settu heim­il­in, sem eru með meira en 5 millj­ón­ir í nei­kvæðu eig­in fé í hús­næði fengju 20 millj­arða eða minna í heild en hóp­ur­inn sem er eigna­mik­ill.

Skýrsl­an í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka