Reisa 95 leiguíbúðir fyrir aldraða í Kópavogi

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, …
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, taka fyrstu skóflustugnuna við Boðaþing.

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi og Guðmund­ur Hall­v­arðsson, formaður Sjó­mannadags­ráðs, tóku í dag fyrstu skóflu­stung­una að nýj­um leigu­íbúðum fyr­ir 60 ára og eldri við Boðaþing í Kópa­vogi. Þar munu rísa 95 þjón­ustu- og ör­yggis­íbúðir og munu fram­kvæmd­ir við fyrri áfanga, alls 48 íbúðir, hefjast nú í vor.

Boðaþing ligg­ur á mörk­um bæj­ar og sveit­ar, þar er aðgengi að göngu- og reiðstíg­um sem liggja að Elliðavatni og í Heiðmörk.

Hönn­un og skipu­lag þjón­ustu- og ör­yggis­íbúðanna miðast við að aldraðir geti sem lengst haldið eigið heim­ili og nýtt sér þá þjón­ustu sem Hrafn­ista og Kópa­vogs­bær bjóða í Boðaþingi, s.s. fæði, heim­il­is­hjálp eða heima­hjúkr­un.

Inn­an­gengt verður úr nýju bygg­ing­unni yfir í þjón­ustumiðstöð aldraðra sem Kópa­vogs­bær er að reisa við Boðaþing 9. Í þjón­ustumiðstöðinni verður fjöl­nota­sal­ur með eld­húsi, sund­laug og fönd­ur­sal­ur auk þess sem þar verður boðið upp á sjúkraþjálf­un hár- og fótsnyrt­ingu, svo eitt­hvað sé nefnt.

Auk þess að reka þjón­ustumiðstöðina mun Hrafn­ista sjá um rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is sem Kópa­vogs­bær er að reisa við Boðaþing í sam­vinnu við Ríkið.  

Í til­kynn­ingu seg­ir að íbúðirn­ar verði vandaðar af allri gerð og skipu­lag þeirra og inn­rétt­ing­ar taki mið af þörf­um aldraða. Dyra­op verða breið og renni­h­urðir inn á bað- og svefn­her­bergi. Sér­stak­ur ör­ygg­is­dúk­ur verður á gólf­um baðher­bergja og ör­ygg­is­hnapp­ur í hverri íbúð. Íbúðunum fylgja sval­ir sem eru yf­ir­byggðar en auðvelt er að opna sval­irn­ar nán­ast að fullu. Í hús­inu verða bæði tveggja og þriggja her­bergja íbúðir 60 til 90 fer­metr­ar að flat­ar­máli, eða 88 til 131 fer­metri þegar til­lit er tekið til sam­eign­ar og geymslna.

Lóðin verður full­frá­geng­in þegar húsið verður tekið í notk­un. Áhersla verður lögð á góða úti­lýs­ingu, bíla­stæði verða mal­bikuð og gang­stíg­ar hellu­lagðir og verða all­ar helstu göngu­leiðir á lóðinni með snjó­bræðslu.

Áætlað er að bjóða heild­ar­fram­kvæmd­ina út í al­mennu útboði á næst­unni og stefnt er að því að jarðvinna hefj­ist strax í vor og al­menn­ar fram­kvæmd­ir um mitt sum­ar 2009. Húsið verður byggt í tveim­ur áföng­um og verklok fyrsta áfanga, þar sem eru 48 íbúðir, eru áætluð í sept­em­ber/​októ­ber 2010. Hönnuðir húss­ins eru THG arki­tekt­ar, Verk­fræðiþjón­ust­an ehf.  og VSÓ ráðgjöf.

Á morg­un eru sjö­tíu ár liðin frá því að stefnu­skrár­nefnd Sjó­mannadags­ráðs skilaði til­lög­um ásamt langri álits­gerð um framtíðaráform sam­tak­anna sem væru að safna fé til stofn­un­ar elli- og hvíld­ar­heim­il­is fyr­ir aldraða far­menn og fiski­menn. Þess­um til­lög­um hef­ur verið vel fylgt eft­ir sem sjá má þá litið er yfir far­inn veg Sjó­mannadags­ráðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka