Sniðganga gjaldeyrishöftin

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir ljóst að farið sé í kringum gjaldeyrishöftin. Það sé nánast óhjákvæmilegt. Hann vilji þó ekki taka upp stórt skrifræðisapparat til að fylgjast með þeim, frekar stefna að því að losna við þau sem fyrst.  Gríðarlega ábatasamt er fyrir fyrirtæki að sniðganga höftin en 230 íslenskar krónur fást fyrir evruna erlendis en eitthundrað fimmtíu og fimm krónur hér.

Auðvelt er að sniðganga gjaldeyrishöftin og bæði viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að það sé nær örugglega gert. Krónan hefur lækkað um tíu prósent það sem af er mánuði en gjaldeyrir hefur flætt úr landi vegna vaxtagreiðslna og gjalddaga. Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur segir að hvatinn til að fara í kringum kerfið verði meiri eftir því sem höftin dragast á langinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka