Sniðganga gjaldeyrishöftin

00:00
00:00

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir ljóst að farið sé í kring­um gjald­eyr­is­höft­in. Það sé nán­ast óhjá­kvæmi­legt. Hann vilji þó ekki taka upp stórt skri­fræðisapparat til að fylgj­ast með þeim, frek­ar stefna að því að losna við þau sem fyrst.  Gríðarlega ábata­samt er fyr­ir fyr­ir­tæki að sniðganga höft­in en 230 ís­lensk­ar krón­ur fást fyr­ir evr­una er­lend­is en eitt­hundrað fimm­tíu og fimm krón­ur hér.

Auðvelt er að sniðganga gjald­eyr­is­höft­in og bæði viðskiptaráðherra og fjár­málaráðherra eru sam­mála um að það sé nær ör­ugg­lega gert. Krón­an hef­ur lækkað um tíu pró­sent það sem af er mánuði en gjald­eyr­ir hef­ur flætt úr landi vegna vaxta­greiðslna og gjald­daga. Edda Rós Karls­dótt­ir hag­fræðing­ur seg­ir að hvat­inn til að fara í kring­um kerfið verði meiri eft­ir því sem höft­in drag­ast á lang­inn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert