Stórfelld kannabisræktun stöðvuð

Frá verksmiðjunni sem upprætt var í dag.
Frá verksmiðjunni sem upprætt var í dag. mbl.is/júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti enn eina kannabisverksmiðju í dag. Nú var stórtæk verksmiðja stöðvuð í nýbyggðu einbýlishúsi í Hafnarfirði. Ekki var flutt inn í húsið en um 300 plöntur í fullum blóma voru í húsinu.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Þeir voru ekki á staðnum þegar lögregla réðist til inngöngu.

Lögreglan hefur lagt hald á hátt í sex þúsund kannabisplöntur það sem af er ári og upprætt yfir tuttugu ræktanir.

„Að auki höfum við lagt hald á 20 til 30 kíló af tilbúnu marijúana,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildarinnar.

Karl Steinar segir að menn séu mun stórtækari nú en áður og raunar hafi bendingar um aukna ræktun komið fram á síðasta ári.

„Við settum okkur það í lok síðasta árs að einbeita okkur að þessu fyrstu mánuði þessa árs. Við vorum búnir að sjá þess merki að þetta væri í gangi þannig að við höfum unnið í því.  Mér sýnist þetta mat okkar hafa verið hárrétt,“ segir Karl Steinar Valsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert