Stórfelld kannabisræktun stöðvuð

Frá verksmiðjunni sem upprætt var í dag.
Frá verksmiðjunni sem upprætt var í dag. mbl.is/júlíus

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu upp­rætti enn eina kanna­bis­verk­smiðju í dag. Nú var stór­tæk verk­smiðja stöðvuð í ný­byggðu ein­býl­is­húsi í Hafnar­f­irði. Ekki var flutt inn í húsið en um 300 plönt­ur í full­um blóma voru í hús­inu.

Tveir menn hafa verið hand­tekn­ir vegna rann­sókn­ar máls­ins. Þeir voru ekki á staðnum þegar lög­regla réðist til inn­göngu.

Lög­regl­an hef­ur lagt hald á hátt í sex þúsund kanna­bis­plönt­ur það sem af er ári og upp­rætt yfir tutt­ugu rækt­an­ir.

„Að auki höf­um við lagt hald á 20 til 30 kíló af til­búnu marijú­ana,“ seg­ir Karl Stein­ar Vals­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn og yf­ir­maður fíkni­efna­deild­ar­inn­ar.

Karl Stein­ar seg­ir að menn séu mun stór­tæk­ari nú en áður og raun­ar hafi bend­ing­ar um aukna rækt­un komið fram á síðasta ári.

„Við sett­um okk­ur það í lok síðasta árs að ein­beita okk­ur að þessu fyrstu mánuði þessa árs. Við vor­um bún­ir að sjá þess merki að þetta væri í gangi þannig að við höf­um unnið í því.  Mér sýn­ist þetta mat okk­ar hafa verið hár­rétt,“ seg­ir Karl Stein­ar Vals­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka