Vilja breyta skilgreiningu hjónabandsins

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is / Árni Sæberg

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að hjú­skap­ar­lög­um og skil­grein­ingu á hjóna­band­inu verði breytt þannig að á Íslandi gildi ein­ung­is ein hjú­skap­ar­lög fyr­ir gagn­kyn­hneigða og sam­kyn­hneigða.  

Þetta kem­ur fram í drög­um að álykt­un­um flokks­ins um fjöl­skyldu­mál. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur óeðli­legt að for­stöðumenn trú­fé­laga hafi á sín­um hönd­um þann lög­gjörn­ing sem hjóna­vígsla fel­ur í sér. Sjálf­stæðis­menn vilja að sá gjörn­ing­ur sé í hönd­um rík­is­valds­ins og þá munu trú­fé­lög hafa sjálf­dæmi um það hvers kon­ar sam­búðarform hljóta bless­un inn­an vé­banda þeirra.

Önnur úrræði en fang­elsi
Af öðrum mál­efn­um sem snerta fjöl­skyldu­mál vilja sjálf­stæðis­menn að hugað verði að öðrum úrræðum en fang­els­un fyr­ir af­brota­menn und­ir lögaldri.

Flokk­ur­inn vill jafn­framt auka fjár­mála­fræðslu fyr­ir ungt fólk gegn­um skóla og heim­ili og að með sparnaðar­hvöt­um verði ýtt und­ir eig­in­fjár­mynd­un fólks áður en það ræðst í kaup á sinni fyrstu íbúð. Flokk­ur­inn vill jafn­framt halda áfram end­ur­skoðun gjaldþrota­lag­anna með það að mark­miði að auðvelda fólki greiðsluaðlög­un.

Í álykt­un­inni seg­ir að laun eigi að end­ur­spegla hæfni og að það sé óviðun­andi að enn sé við lýði óút­skýrður launamun­ur karla og kvenna. Á þess­um vett­vangi þurfi ríkið að fara á und­an með góðu for­dæmi og tryggja að hvergi í hinu op­in­bera kerfi líðist óút­skýrður launamun­ur kynj­anna. Þessi orð má skoða í því ljósi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var í rík­is­stjórn frá 1991-2009.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur það grund­vall­ar­atriði að tryggja jafna stöðu og jöfn tæki­færi kvenna og karla og að kyn­in taki jafna ábyrgð á heim­il­inu og barna­upp­eldi. Fæðing­ar­or­lofs­lög­un­um er meðal ann­ars ætlað að ná þessu mark­miði. Þess má einnig geta að lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna, sem í dag­legu tali nefn­ast jafn­rétt­is­lög, sem sett voru árið 2000 var ein­mitt ætlað að treysta jafn­rétti kynj­anna í sessi. Það er um­deilt hvort slíkt hafi tek­ist til fulls.

Sam­eig­in­leg for­sjá
Sjálf­stæðis­menn vilja breyta barna­lög­um með þeim hætti að for­eldra­jafn­rétti verði tryggt. Nauðsyn­legt sé að dóm­ar­ar fái heim­ild til að dæma for­eldr­um sam­eig­in­lega for­sjá.

Einkaaðilar hafa tekið við mál­efn­um inn­flytj­enda
Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var­ar við rík­is­stofn­ana­væðingu inn­flytj­enda­mála því ljóst sé að einkaaðilar hafi að miklu leyti tekið mál­efni inn­flytj­enda upp á sína arma und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert