Séra Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti, óskaði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag eftir fleiri framboðum í embætti varaformanns svo hægt yrði að kjósa um það embætti.
Sagði Halldór að ef ekkert annað framboð kæmi fram myndi hann bjóða sig fram en tók fram að slíkt framboð yrði ekki í alvöru eins og hann sagði.
Þorgerður Katrín Gunnardóttir, alþingismaður og núverandi varaformaður, er eini frambjóðandinn í embættið enn sem komið er.