Búa fólk fyrir niðurferð

Björgunarmenn sjást hér þar sem fólkið gróf sig í fönn, …
Björgunarmenn sjást hér þar sem fólkið gróf sig í fönn, í miklum snjó.

Björgunarsveitarmenn eru vinna að því að koma fólki niður af Skessuhorni þar sem tólf manna gönguhópur hefur þurft að halda kyrru fyrir, í um 800 metra hæð. Kona í hópnum féll og slasaðist í göngunni og voru björgunarsveitir kallaðir út til að aðstoða hana.

Líðan hennar er eftir atvikum góð, samkvæmt upplýsingum frá björgunarfólki. Unnið er að því að koma henni í snjóbíl á börum og flytja hana þannig til byggða. Fólkið sem var með henni hélt kyrru fyrir og gróf sig í fönn. Töluverð hætta er á ferðum þar sem mikil snjóflóðahætta er á svæðinu auk þess sem veður hefur verið óhagstætt til björgunaraðgerða í allan dag. Um 20 metrar á sekúndu og lítið skyggni. Björgunarsveitir fara því varlega á leiðinni niður.

Þyrla bíður þess að geta aðstoðað, við fjallsrætur.
Þyrla bíður þess að geta aðstoðað, við fjallsrætur. Morgunblaðið/Pétur
Mikill fjöldi björgunarbíla er við rætur Skessuhorns.
Mikill fjöldi björgunarbíla er við rætur Skessuhorns.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert