ESB efst á blaði

Frá Landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá Landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.isÁrni Sæberg

Samningur um aðild að Evrópusambandinu strax eftir kosningar er fyrst á lista Samfylkingarinnar um utanríkismálefni fyrir komandi kosningar. Þannig skuli ennfremur marka nýja peningamálastefnu. Þessi afstaða kom einnig fram í setningarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins.

Þá er lagt til að áfram verði unnið að mótun öryggisstefnu Íslands í samstarfi við Norðurlönd, NATO og Evrópusambandsríki.

Samfylkingin vill tryggja sanngjarna dreifingu skattbyrða og „snúa við þeirri öfugþróun síðustu ára að skattbyrði lág- og meðaltekjufólks hækki á meðan skattbyrði hátekjufólks lækki“. Þetta er ekki útlistað nánar, nema að skattastefna megi ekki vera vinnuletjandi eða draga með óeðlilegum hætti úr tekjumöguleikum meðaltekjufólks.

Sameina yfirstjórnir stofnana

Þá skuli opna dyrnar að aðkomu erlendra fjárfesta, endurmeta bankaleyndina og auka gagnsæi og lýðræði í starfsemi og stjórnun lífeyrissjóða. Til niðurskurðar í ríkisútgjöldum er lagt til að sameina yfirstjórn ýmissa ríkisstofnana.

Í málefnatillögum þessum kemur fram að samfylkingarfólk vill hverfa af braut „ágengrar orkunýtingar í vatnsafli og jarðvarma“ og að losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda verði verðlagðar. Allnokkrir fundargestir lýstu yfir óánægju með kvótakerfið og skoruðu í gær á flokkinn að koma fram með raunhæfar tillögur í sjávarútvegsmálum.

Í dag verður kosið um nýjan formann og varaformann Samfylkingarinnar. Eins og kunnugt er eru í framboði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til formanns, en Árni Páll Árnason þingmaður og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi keppa um embætti varaformanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert