ESB efst á blaði

Frá Landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá Landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.isÁrni Sæberg

Samningur um aðild að Evrópusambandinu strax eftir kosningar er fyrst á lista Samfylkingarinnar um utanríkismálefni fyrir komandi kosningar. Þannig skuli ennfremur marka nýja peningamálastefnu. Þessi afstaða kom einnig fram í setningarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins.

Þá er lagt til að áfram verði unnið að mótun öryggisstefnu Íslands í samstarfi við Norðurlönd, NATO og Evrópusambandsríki.

Samfylkingin vill tryggja sanngjarna dreifingu skattbyrða og „snúa við þeirri öfugþróun síðustu ára að skattbyrði lág- og meðaltekjufólks hækki á meðan skattbyrði hátekjufólks lækki“. Þetta er ekki útlistað nánar, nema að skattastefna megi ekki vera vinnuletjandi eða draga með óeðlilegum hætti úr tekjumöguleikum meðaltekjufólks.

Sameina yfirstjórnir stofnana

Í málefnatillögum þessum kemur fram að samfylkingarfólk vill hverfa af braut „ágengrar orkunýtingar í vatnsafli og jarðvarma“ og að losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda verði verðlagðar. Allnokkrir fundargestir lýstu yfir óánægju með kvótakerfið og skoruðu í gær á flokkinn að koma fram með raunhæfar tillögur í sjávarútvegsmálum.

Í dag verður kosið um nýjan formann og varaformann Samfylkingarinnar. Eins og kunnugt er eru í framboði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til formanns, en Árni Páll Árnason þingmaður og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi keppa um embætti varaformanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert