FME kæri öll alvarlegri brot

mbl.is/Eyþór

Viðskiptanefnd Alþingis vill ekki að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að falla frá kæru til lögreglu vegna meiriháttar brota á fjármálamarkaði. FME fái með öðrum orðum einungis uppljóstraraákvæði vegna vægra brota. Frumvarp viðskiptaráðherra „um breytingu á ýmsum lögum sem varða fjármálamarkaðinn“ stefnir nú inn í 2. umræðu á Alþingi og gerir ráð fyrir slíkum heimildum vegna meiriháttar brota.

„Við féllumst ekki á frumvarpið nema að hálfu leyti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin féllst á það að FME fengi heimild til að fella niður kæru vegna hinna vægari brota, þar sem einu viðurlögin eru sektir. „En ekki að Fjármálaeftirlitið gæti fallið frá því að kæra til lögreglu meiriháttar brot á fjármálamarkaði,“ segir hún. Því verður lagt til í nefndaráliti að greinar þess efnis falli út og meiriháttar brot á fjármálamarkaði sæti áfram kæru til lögreglu í samræmi við lögin. onundur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert