Frumvarp ekki í gegn nema í sátt

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki vita betur en að frumvarp um breytingar á búvörulögum hafi verið unnið í samráði við afurðastöðvar og Mjólku þar á meðal. Sé það ekki raunin þá hafi hann ekki fengið réttar upplýsingar eða Mjólku snúist hugur. Steingrímur segir frumvarpið ekki fara í gegnum Alþingi nema í sátt við mjólkuriðnaðinn og aðra hlutaðeigendur.

„Af hálfu ríkisins er það sjónarmið að þeir miklu fjármunir sem fara í stuðning við þessa framleiðslustarfsemi nýtist með skilvirkum hætti. Heildarhagsmunir mæltu með því að þessar breytingar yrðu gerðar,“ segir Steingrímur, sem reiknar með að farið verði yfir málið á nýjan leik.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að frumvarpið hefur verið lagt til hliðar en til stóð að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd flytti málið. Meðal ákvæða frumvarpsins var að sekta skyldi þær afurðastöðvar sem taka við mjólk frá framleiðendum sem ekki hafa mjólkurkvóta. Telur Mjólka að frumvarpinu hafi verið stefnt gegn fyrirtækinu og alls ekki unnið í samráði við það. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert