Komast ekki að slasaðri konu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og undanfarar af höfuðborgarsvæðinu hafa enn ekki komist að konu sem slasaðist við fjallgöngu í Skessuhorni í Skarðsheiði um klukkan tvö í dag.  Erfiðar aðstæður eru á svæðinu, þungbúið og um 20 m/s. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur enn ekki komist að konunni og samferðafólki hennar vegna aðstæðna en fólkið mun vera í um 800 metra hæð. Gert er ráð fyrir að gangandi björgunarsveitarmenn komist til fólksins eftir u.þ.b. klukkustund.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu alvarleg meiðsl konunnar eru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert