Konan komin á sjúkrahús

Konan flutt á sjúkrahús í kvöld
Konan flutt á sjúkrahús í kvöld mbl.is/ Jakob Fannar

 Komið var með konu sem slasaðist á Skessuhorni á Skarðsheiði á Borgarspítalann rétt eftir klukkan tíu kvöld. Lauk þar með átta tíma björgunaraðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglu og björgunarsveitarmanna en hátt í 120 einstaklingar tóku þátt í aðgerðinni. 

Konan var í tólf manna gönguhópi er hún féll og slasaðist en hjálparbeiðni barst frá hópnum um klukkan tvö í dag. Vegna veðurskilyrða komst þyrla ekki að fólkinu og var því lagt á fjallið á snjóbílum, snjósleðum og fjórhjólum. 

Konan var  borin niður fjallið og komið í snjóbíl sem flutti hana þangað sem þyrla gat sótt hana. Ekki hafa fengist aðrar upplýsingar um líðan hennar en þær að hún hafi verið stöðug er björgunarsveitarmenn komust að hópnum. 

Aðrir úr hópnum eru nú einnig komnir til byggða en reiknað er með að síðustu björgunarsveitarmennirnir komi til byggða um miðnætti.

Mjög hvasst og dimmt var á fjallinu í dag auk þess sem snjóflóðahætta var talin mikil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert