Kristján Þór: Varaformannsembætti kemur ekki til greina

Kristján Þór Júlíusson með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent frá sér  yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann bjóði sig fram sem formanns flokksins og að ekki komi til greina að hann bjóði sig fram til varaformanns.

Landsfundur flokksins stendur nú yfir í Valhöll og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu þaðan á mbl.is. Má bæði gera það með því að smella á mynd með þessari frétt og með því að smella á tengil í Kosningarenningi neðarlega á forsíðu mbl.is

Yfirlýsing Kristjáns Þórs fer hér á eftir.

„Vegna orðróms á netmiðlum um að ég hyggist bjóða mig fram í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hef boðið mig fram á landsfundi til að gegna formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum. Af minni hálfu kemur ekkert annað til greina, enda er ég vanur að ganga hreint til verks.

Ég vil svo líka fá að nota þetta tækifæri og þakka þeim rúmlega sjöhundruð landsfundarfulltrúum sem mættu á hóf mér til stuðnings í Ásmundarsafni í gær."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert