Líðan hinnar slösuðu stöðug

Björgunarsveitarmenn komust að tólf manna gönguhópi sem er fastur á Skessuhorni í Skarðsheiði klukkan 18:05 í dag en þá voru liðnir fjórir klukkutímar frá því hjálparbeiðni barst frá fólkinu.

Kona í hópnum er slösuð en ekki fást upplýsingar um líðan hennar að öðru leyti en því að hún sé stöðug. Verið er að búa hópinn í að hefja ferð niður af fjallinu en gert er ráð fyrir að ferðin til byggða muni taka töluverðan tíma.

Aðstæður á fjallinu eru mjög erfiðar. Þar er mjög þungbúið og því var ekki hægt að nota þyrlu við að komast til fólksins. Þá er þar hvassviðri og snjófloðahætta.

Um hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðinni. Farið var á snjóbílum, snjósleðum og fjórhjólum upp fjallið en nauðsynlegt reyndist að ganga síðasta spölinn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert