Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Súlunni á Akureyri eru búnir að bjarga öllum þeim sem föst voru í stólalyftu í Hlíðarfjalli, samtals um 100 manns. Sum hver höfðu verið föst í lyftunni í á annan klukkutíma vegna bilunar.