Óttast skert öryggi verði stórslys eða náttúruvá

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. mats.is

Lögreglumenn á Hvolsvelli bera mikinn kvíðboga fyrir því að sólarhringsþjónusta sjúkraflutninga á Hvolsvelli verði aflögð. Með því muni öryggisstig innan Rangárvallasýslu minnka mikið. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, hefur skrifað Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra og lýst áhyggjum lögreglumannanna af því að sjúkraflutningum utan dagvinnu verði þjónað frá Selfossi.

Sjúkraflutningar í Árnes- og Rangárvallasýslu voru sameinaðir í lok febrúar og sjúkraflutningamönnum í hlutastarfi sagt upp. Sjúkrabíll verður ekki til taks á Hvolsvelli utan dagvinnutíma en þjóna á öllu svæðinu frá Selfossi. Þar verða tveir sjúkrabílar.

Sveinn bendir á að nærri 100 km eru frá Selfossi að Steinum undir Eyjafjöllum. „Að senda sjúkrabíl frá Selfossi austur undir Eyjafjöll, í Landeyjar, Fljótshlíð, Landmannalaugar, Veiðivötn og Þórsmörk er augljóslega afar slæmur kostur, þar sem vegalengdir eru gríðarlegar og oft á tíðum mikil umferð. Ég tel ekki forsvaranlegt að bæta 50 km forgangs8 akstri inn í umferðina með tilheyrandi hættuástandi fyrir aðra vegfarendur," skrifar Sveinn.

Hann bendir á að mikil náttúruvá sé yfirvofandi innan umdæmisins, t.d. vegna gosa í Kötlu, Eyjafjallajökli eða Heklu. Þá sé Bakkafjara, einn stærsti vinnustaður sýslunnar, í a.m.k. 80 km fjarlægð frá Selfossi. Þar starfi nú þegar 100 manns og eigi eftir að fjölga. „Ég tel að með þessari þjónustuskerðingu sé verið að veikja allar almannavarnaáætlanir, þar sem náttúruhamfarir og stórslys eru ekki stillt inn á að gerast á dagvinnutíma, en rétt er að benda á að náttúruhamfarir geta og hafa snert bæði Árnes- og Rangárvallasýslu á sama tíma." Hann telur líklegt að breytingin kalli á fleiri útköll þyrlu LHG til að sinna bráðum veikindum og slysum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert