„Þetta er rétt að byrja“

Lögreglan fann í gær 300 kannabisplöntur í hálfbyggðu einbýlishúsi í …
Lögreglan fann í gær 300 kannabisplöntur í hálfbyggðu einbýlishúsi í Hafnarfirði. mbl.s/Júlíus

Árangur fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum hefur vakið gríðarlega athygli meðal almennings. Og ekki að undra. Lagt hefur verið hald á yfir sex þúsund plöntur og lögreglustjórinn segir það aðeins byrjunina. Öllum má vera ljóst að hér er ekki um tilviljun að ræða. En hvernig tekst lögreglunni að hafa hendur í hári bændastéttar undirheimanna?

Þrjár kenningar heyrast hvað oftast, þ.e. að lögregla sæki sér upplýsingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur um óeðlilega orkunotkun, að hún beiti hitamyndavélum til að koma auga á ræktun og að um sé að ræða stríð á milli ræktenda sem komi hver upp um annan í von um meiri markaðshlutdeild.

Fylgja öllum ábendingum

Sjást vel með hitamyndavél

Fjölmiðlafulltrúi LHG svaraði því til að samstarf við lögreglu væri mikið og gott en ekki mætti gefa upp hvernig því væri háttað.

Heildsali sem sérhæfir sig í sölu á hitamyndavélum til slökkviliðsins og annarra opinberra aðila segir þessa aðferð vel mögulega. Gróðurhúsalampar gefi frá sér mikinn hita og hitastigið við ræktun þurfi að vera mjög hátt. Því er auðsjáanlegt með hitamyndavél ef stórræktun fer fram í einu húsi í iðnaðarhverfi eða íbúðarhúsi.

Jafnframt var send fyrirspurn til Orkuveitu Reykjavíkur varðandi upplýsingagjöf til lögreglu en henni var ekki svarað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert