Tengt ræktun í Hafnarfirði

Ræktunin í Úlfarsárdal tengist annarri ræktun sem fannst í Hafnarfirði …
Ræktunin í Úlfarsárdal tengist annarri ræktun sem fannst í Hafnarfirði þar sem myndin var tekin. mbl.is

Enn eitt kannabisplöntugróðurhúsið fannst í dag. Það var í kjallara nýbyggðs íbúðarhúss í Úlfarsárdal. Ræktunin mun vera tengd ræktun sem var upprætt í nýbyggðu íbúðarhúsi í Hafnarfirði fyrir helgi. Nokkur hundruð plöntur voru í ræktuninni sem fannst í dag. Lögreglan er enn að störfum á staðnum.

Kannabisplönturnar í Úlfarsárdal voru tvö til þrjú hundruð talsins að mati blaðamanns mbl.is á staðnum. Hann sagði að plönturnar hafi verið mjög blómlegar og vel þroskaðar. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins að sögn fréttastofu RÚV.

Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fíkniefnadeildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sagði að kjallari hússins hafi verið undirlagður af ræktuninni. Ekki er búið í húsinu. Hann sagði að svipað fyrirkomulag hafi verið á þessari ræktun og þeirri sem fannst í íbúðarhúsi í Hafnarfirði á föstudag. Karl Steinar sagði að nokkur hundruð plöntur hafi verið í ræktun í Úlfarsárdal.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 300 kannabisplöntur í nýlegu einbýlishúsi í Hafnarfirði á föstudaginn var. Ekki var búið í húsinu og var það því eingöngu notað undir kannabisræktun. Ræktunin var vel falin á neðri hæð hússins sem er rúmlega fokhelt. Tveir menn voru hnepptir í varðhald vegna ræktunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert