Staða lífeyrissjóða afhjúpuð

mbl.is

Raunávöxt­un líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins á síðasta ári var mun verri en fyr­ir­liggj­andi op­in­ber­ar töl­ur gefa til kynna. Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins var raunávöxt­un al­mennra líf­eyr­is­sjóða nei­kvæð um 21,45%, en ef tekið er til­lit til vænt­an­legra af­skrifta er af­kom­an mun verri.

Þegar gert er ráð fyr­ir 90% af­föll­um af skulda­bréf­um bank­anna, 75% af­föll­um af öðrum fyr­ir­tækja­skulda­bréf­um og 70% af­föll­um af er­lend­um skulda­bréf­um er nei­kvæð raunávöxt­un líf­eyr­is­sjóðanna í fyrra nær 33%. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa gengið mis­langt í því að af­skrifa skulda­bréf, en mæti þeir ekki af­skrift­arþörf­inni get­ur það haft al­var­leg áhrif á stöðu viðkom­andi sjóða.

Skemmtu sér með banka­fólki

Var farið á knatt­spyrnu­leiki er­lend­is, á Formúlu 1-keppn­ir auk golf- og skíðaferða og í sigl­ing­ar ým­iss kon­ar. Þá má nefna að flogið var með viðskipta­vini eins bank­ans, full­trúa líf­eyr­is­sjóða þar á meðal, í laxveiði til Rúss­lands. Flogið var í einkaþotu og þegar á leiðar­enda var komið var þyrla notuð til að fljúga með menn milli veiðistaða.

Ítar­lega er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is/​Eyþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka