Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að leiðrétta erlend lán áður en þingi er slitið og áður en lánin losna úr frystingu. Leiðréttingin felst í því að boðið verði upp á að breyta lánunum í krónulán frá og með þeim degi sem þau voru tekin.
Þessi áskorun er í fréttatilkynningu frá samtökunum sem einnig benda á að til samræmis við önnur íbúðalán í landinu mætti setja á þau verðtryggingu líkt og á önnur íbúðalán.
„Með þessu móti sætu allir íbúðalántakendur í landinu við sama borð og gætu barist saman fyrir leiðréttingu á verðtryggingunni vegna áhrifa af spákaupmennsku og hruni efnahagskerfisins eins og Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur telur þörf á og Hagsmunasamtök heimilanna eru honum fyllilega sammála um.“