Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 20. mars til og með 26. mars 2009 var 33. Þar af voru 19 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.284 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 13 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 293 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,5 milljónir króna.
Þá var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri í vikunni. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 104 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26 milljónir króna.
Loks var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu í vikunni. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 93 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,5 milljónir króna.