„Algjör breyting fyrir okkur“

Thelma Björk 13 ára gat ekki leynt gleði sinni
Thelma Björk 13 ára gat ekki leynt gleði sinni mbl.is/Ómar

Ný 450 m2 viðbygging við íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík í Hátúni 14 var tekin í notkun á laugardaginn var. Meðal viðstaddra við opnunina voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og fluttu þau öll ávörp.

„Þetta er algjör breyting fyrir okkur. Nú fáum við fullkomna aðstöðu til lyftinga- og þrekþjálfunar. Öll tæki eru sérhönnuð fyrir fatlaða og aðgangurinn þannig að fólk í hjólastól kemst í þau öll,“ sagði Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍFR. Þá var búningsklefum fjölgað og önnur aðstaða bætt. ÍFR hefur látið hanna nýja félagsaðstöðu við íþróttahúsið og sagði Þórður stefnt að því að láta þann draum rætast á næstu árum.

Áætlað er að kostnaður við nýju viðbygginguna ásamt tækjakaupum nemi 150-160 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert