Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi íslenska ríkið til að greiða erlendum ríkisborgara 400 þúsund krónur í miskabætur vegna framlengingu gæsluvarðhalds og farbanns yfir honum. Maðurinn var handtekinn ásamt fleiri mönnum - sem tengdust skipulögðum þjófnaðarbrotum - í íbúð þar sem ætlað þýfi fannst.
Í niðurstöðu dómsins segir að þegar kom að framlengingu gæsluvarðhalds og ákvörðun um farbann, verið að líta til þess að nægur tími hafi gefist fyrir lögregluna til að vanda til verka, þ.e. frá 4. október 2007 til 10. sama mánaðar. „Fallist er því á með stefnanda, að grunur lögreglunnar um að stefnandi hefði framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við, hafi ekki verið rökstuddur með ásættanlegum hætti,“ segir í dómnum og að í málinu hafi ekkert haldbært komið fram sem hefði getað vakið grun um að maðurinn hefði framið þjófnaðarbrot.