Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut

Fjórir harðir árekstrar urðu á Biskupstungnabraut um helgina. Talsvert eignatjón varð í þessum árekstrum en slys á fólki minni háttar að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Um kl. 17 á laugardag var jeppa ekið aftan á fólksbíl sem var ekið hægt vegna snjókófs sem myndaðist frá snjóruðningstæki sem kom á móti.  Þetta átti sér stað á móts við Seyðishóla.

Um kvöldið var bifreið ekið á aðra kyrrstæða á móts við Laugabakka undir Ingólfsfjalli.  Snjókrapi var á veginum sem varð til þess að ökumaður hafði ekki fulla stjórn á ökutæki sínu. 

Síðdegis á sunnudag urðu tveir harðir árekstrar við Kerið með stuttu millibili í talsverðri hálku.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert