Framsókn vill í vinstrisæng

Siv Friðleifsdóttir Alþingismaður.
Siv Friðleifsdóttir Alþingismaður.

Siv Friðleifs­dótt­ir þingmaður gerði hos­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins græn­ar fyr­ir Sam­fylk­ing­unni og Vinstri-græn­um á Alþingi í dag. Í óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn sagði hún eðli­legt að flokk­ar sem ganga bundn­ir til kosn­inga greini þjóðinni frá aðal­atriðum vænt­an­legs stjórn­arsátt­mála fyr­ir kosn­ing­ar.

„Er ekki nauðsyn­legt að stjórn­ar­flokk­arn­ir sýni þjóðinni stjórn­arsátt­mál­ann, sýni hvort hér verði al­menn­ar skatta­hækk­an­ir, hvað á að gera í at­vinnu­mál­um, hvar á að skera niður og hvar á að lenda ESB mál­inu?“ spurði Siv. Hins veg­ar bætti hún því við að í slíkt sam­starf skorti jarðteng­ingu og átti hún þar við Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra steig þá í pontu og sagði gott og blessað að hafa jarðteng­ingu í stjórn­ar­sam­starfi, enda væri gul­grænn þráður yf­ir­leitt í hlut­verki slíkr­ar teng­ing­ar. Hins veg­ar væri ljóst að straum­ur­inn og kraft­ur­inn kæmi úr hinum tveim­ur þráðunum. Átti hann þar við stjórn­ar­flokk­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka