Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið

Greiðslubyrði þúsunda heimila er óviðráðanleg og eiginfjárstaða margra þeirra neikvæð …
Greiðslubyrði þúsunda heimila er óviðráðanleg og eiginfjárstaða margra þeirra neikvæð um margar milljónir. Ásdís Ásgeirsdóttir

Alþingi samþykkti rétt í þessu frum­varp til breyt­ing­ar á lög­um um gjaldþrota­skipti, svo­nefnda greiðsluaðlög­un. Frum­varpið í heild var samþykkt með 46 sam­hljóða at­kvæðum.

Sig­urður Kári Kristjáns­son gerði grein fyr­ir at­kvæðum Sjálf­stæðismanna og sagði þá styðja þetta góða mál.

Árni Páll Árna­son sagði mikla sam­stöðu hafa verið í alls­herj­ar­nefnd, sem hann stýr­ir, um málið og að það væri af hinu góða. Sagði hann hins veg­ar að betra hefði verið ef þing­menn hefðu „dratt­ast“ til að samþykkja slíkt frum­varp þegar fyrst voru lögð fram frum­vörp um það á ár­un­um 1994 og 1995, af hendi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra en þáver­andi þing­manns.

Sam­kvæmt frum­varp­inu get­ur skuld­ari lagt fram beiðni um greiðsluaðlög­un hjá héraðsdóm­ara. Fái skuld­ar­inn greiðsluaðlög­un­ina virk­ar hún eins og þvingaðir nauðarsamn­ing­ar gagn­vart kröfu­haf­an­um, þ.e. hon­um ber að ganga til samn­inga við skuld­ar­ann og breyta greiðslu­áætlun hans vegna skuld­ar­inn­ar, svo hann geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Er skuld­ar­an­um þá feng­inn um­sjón­ar­maður í greiðsluaðlög­un­inni. 

Lög­in taka gildi 1. apríl næst­kom­andi, á miðviku­dag­inn.

Frum­varpið eins og það leit út eft­ir 2. umræðu á Alþingi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert