Mikil ófærð og ekkert ferðaveður

mynd/Guðmundur Karl

Mjög slæmt veður er enn á Vestfjörðum, á Norðaustur og Austurlandi. Mikil ófærð er og ekkert ferðaveður.

Á Suðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Skafrenningur og hálkublettir eru á Hellisheiði, hálkublettir eru einnig í Þrengslum.

Á Vesturlandi eru víða hálkublettir á heiðum og á Snæfellsnesi. Fróðárheiði er ófær en verið er að moka. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og á Vatnaleið. Snjóþekja er á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er ófært í Ísafjarðardjúp og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið er með mokstur. Ófært er einnig í Súgandafirði og á Gemlufallsheiði. Þungfært er á Ennishálsi og skafrenningur en unnið er að mokstri.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er víða hálka og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Hálfdán og Mikladal. Ófært er á Kleifaheiði þar sem einnig er stórhríð og frá Klettsháls að Þorskafirði.

Norðanlands er hálka og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Þverárfjall og Siglufjarðarvegur er ófært. Ólafsfjarðarmúlinn er einnig ófær.

Ófært er nánast á öllu Norðausturlandi og óveður. Beðið er með allan mokstur.

Á Austurlandi er mikil ófærð. Þungfært eða ófært er víðast hvar ásamt stórhríð eða skafrenning.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir og sumstaðar skafrenningur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert