Nítján fá ríkisborgararétt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Allsherjarnefnd Alþingis leggur til að 19 einstaklingum frá 15 þjóðlöndum veðri veittur íslenskur ríkisborgararéttur áður en þing verður rofið í vikunni.

Í hópnum eru þrír Pólverjar og þrír Serbar. Þá eru einstaklingar frá Líbanon, Ástralíu, Noregi, Nepal, Lettlandi, Makedóníu, Brasilíu, Filippseyjum, Kólumbíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Úganda og Gvatemala.

Samkvæmt lögum sem tóku gildi um síðustu áramót þurfa allir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt að standast próf í íslensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert