Ójöfn dreifing skulda hefur áhrif

Nýtt hverfi í hjarta Hafnarfjarðar. Myndirn tengist ekki efni fréttarinnar …
Nýtt hverfi í hjarta Hafnarfjarðar. Myndirn tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.

Dreifing húsnæðisskulda er afar ójöfn eftir eignahópum. Tæpur þriðjungur húseigenda er með húsnæðiseign umfram 30 milljónir króna en sá hópur er með næstum helming allra húsnæðisskulda. Því yrðu áhrif 20% niðurfellingar húsnæðisskulda misjöfn eftir mismunandi hópum húseigenda. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna.

57 þúsund heimili gætu fengið að hámarki fjórar milljónir afskrifaðar með þeirri aðferð. Þrettán þúsund heimili gætu fengið fjórar til sex milljónir, sex þúsund heimili gætu fengið sex til tíu milljónir, 2.500 heimili gætu fengið 10-30 milljónir króna afskrifaðar og á annað hundrað heimila fengið meira en 30 milljónir afskrifaðar.

Þeir best settu fengju 41 til 70 milljarða

Stærstu afskriftirnar yrðu þó yfirleitt ekki nóg til að koma viðkomandi heimilum í jákvæða eiginfjárstöðu. Aðgerðin myndi einnig leiða til þess að 17.500 heimili með mjög góða eiginfjárstöðu, 20 milljónir króna eða meira, gætu fengið 41 milljarð króna afskrifaðan.

Sú leið að afskrifa fjórar milljónir af skuld hvers heimilis væri dýrari. Hún myndi kosta 320 milljarða en 285 milljarða með 20% afskrift. Með þessari leið færi enn stærri hluti heildarafskrifta til heimila með jákvæðustu eiginfjárstöðuna. Best setti hópurinn fengi 70 milljarða afskriftir í stað 41 milljarðs. Heimili í þröngri stöðu fengju 126 milljarða afskrifaða í stað 139 milljarða með 20% aðferðinni. Verst settu heimilin fengju hins vegar 20 milljarða í afskriftir, eða minna í heild en eignamesti hópurinn.

Heildarhúsnæðisskuldir eru nú um 1.430 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka