Ójöfn dreifing skulda hefur áhrif

Nýtt hverfi í hjarta Hafnarfjarðar. Myndirn tengist ekki efni fréttarinnar …
Nýtt hverfi í hjarta Hafnarfjarðar. Myndirn tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.

Dreif­ing hús­næðis­skulda er afar ójöfn eft­ir eigna­hóp­um. Tæp­ur þriðjung­ur hús­eig­enda er með hús­næðiseign um­fram 30 millj­ón­ir króna en sá hóp­ur er með næst­um helm­ing allra hús­næðis­skulda. Því yrðu áhrif 20% niður­fell­ing­ar hús­næðis­skulda mis­jöfn eft­ir mis­mun­andi hóp­um hús­eig­enda. Þetta er meðal niðurstaðna starfs­hóps Seðlabanka Íslands um skuld­ir heim­il­anna.

57 þúsund heim­ili gætu fengið að há­marki fjór­ar millj­ón­ir af­skrifaðar með þeirri aðferð. Þrett­án þúsund heim­ili gætu fengið fjór­ar til sex millj­ón­ir, sex þúsund heim­ili gætu fengið sex til tíu millj­ón­ir, 2.500 heim­ili gætu fengið 10-30 millj­ón­ir króna af­skrifaðar og á annað hundrað heim­ila fengið meira en 30 millj­ón­ir af­skrifaðar.

Þeir best settu fengju 41 til 70 millj­arða

Sú leið að af­skrifa fjór­ar millj­ón­ir af skuld hvers heim­il­is væri dýr­ari. Hún myndi kosta 320 millj­arða en 285 millj­arða með 20% af­skrift. Með þess­ari leið færi enn stærri hluti heild­araf­skrifta til heim­ila með já­kvæðustu eig­in­fjár­stöðuna. Best setti hóp­ur­inn fengi 70 millj­arða af­skrift­ir í stað 41 millj­arðs. Heim­ili í þröngri stöðu fengju 126 millj­arða af­skrifaða í stað 139 millj­arða með 20% aðferðinni. Verst settu heim­il­in fengju hins veg­ar 20 millj­arða í af­skrift­ir, eða minna í heild en eigna­mesti hóp­ur­inn.

Heild­ar­hús­næðis­skuld­ir eru nú um 1.430 millj­arðar króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert