Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að setja á óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfirði og Siglufirði.
Í gær var lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og er það enn í gildi.
Afar slæmt veður hefur verið frá því síðdegis í gær á öllu norðan- og austanverðu landinu.