Var ekkert stressuð

Foreldrarnir ræða við björgunarsveitarmenn á fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað.
Foreldrarnir ræða við björgunarsveitarmenn á fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Guðlaug Arna Álf­geirs­dótt­ir, sem björg­un­ar­sveit­ar­menn fluttu á sjúkra­hús í Nes­kaupstað í nótt, seg­ist ekk­ert hafa verið stressuð yfir aðstæðunum. Guðlaug Arna var á leið frá á sjúkra­húsið til að fæða barn þegar bíll henn­ar fest­ist í snjó á Oddsk­arði Eskifjarðarmeg­in.

Guðlaug Arna sagðist frek­ar hafa fundið fyr­ir því, að sum­ir þeirra sem voru í kring­um hana meðan á þessu stóð hefðu verið tauga­spennt­ir. 

Björg­un­ar­sveit­irn­ar Gerp­ir frá Nes­kaupstað og Brimrún frá Eskif­irði voru kallaðar út um klukk­an 4:30 í nótt og var björg­un­ar­sveita­bíll send­ur frá Eskif­irði með lækni. Var hann kom­inn að bíl Guðlaug­ar Örnu um klukku­stund síðar. Ekið var með hana áleiðis til Nes­kaupstaðar og við Há­hlíðar­horn biðu menn frá Gerpi með tvo björg­un­ar­sveita­bíla, sem í voru lækn­ir og ljós­móðir. Þá voru snjóplóg­ur og snjótroðari frá skíðasvæðinu á Nes­kaupstað með í ferð.

Færð var afar slæm og var snjótroðar­inn nýtt­ur til að troða svæði í kring­um veg­inn þannig að hægt væri að snúa bíl­un­um við. Ekki vildi hins veg­ar vet­ur til en svo að snjóplóg­ur­inn fest­ist og þurfti að nýta troðarann til að losa hann.  Veður var af­leitt á svæðinu en vind­hraði var um 48 m/​sek og all­ar aðstæður mjög erfiðar.

Í Odds­skarðsgöng­um var Guðlaug Arna færð yfir í bíl frá Gerpi og ekið með hana á Fjórðungs­sjúkra­húsið í Nes­kaupstað. Þangað kom hún klukk­an 7:15 í morg­un og lít­il dökk­hærð og hár­prúð stúlka fædd­ist klukk­an 8:01. Hún var 54 senti­metr­ar að lengd og 16 merk­ur að þyngd.  Stúlk­an er annað barn þeirra Guðlaug­ar Örnu og  Jóns Ólafs Eiðsson­ar, sem búa á Reyðarf­irði. 

Í ljósi björg­un­araðgerðanna hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn og aðrir til gam­ans hent á loft ýms­um viðeig­andi nöfn­um á stúlk­una, s.s. Odd­björg, Snæ­björg, Gerpla og Brimrún.

Sú stutta kom í heiminn klukkan 8:01 og var 54 …
Sú stutta kom í heim­inn klukk­an 8:01 og var 54 cm og 4 kg. mbl.is/​Krist­ín Ágústs­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert