Vindhraðinn í 46 metra

Stórhríð er á norður- og Austurlandi.
Stórhríð er á norður- og Austurlandi. mbl.is/Helgi Garðarsson

Vind­hraðinn fór upp í 46 metra á sek­úndu í nótt þegar plöt­ur fuku af gróður­hús­um gróðrar­stöðvar­inn­ar Barra á Val­gerðar­stöðum í Fell­um. Þak­plöt­ur úr plasti fuku af báðum gróður­hús­un­um, sem þar eru, þrjár af öðru og 14 af hinu. Björg­un­ar­sveit var kölluð út vegna foks­ins.

Skúli Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Barra, sagði að veðrið hefði skollið á um klukk­an hálf fjög­ur í nótt. Sam­kvæmt veður­mæli á stöðinni hefði vind­hraðinn farið upp í 46 metra á sek­úndu og ekki farið und­ir 32 metra á sek­úndu í um þrjár stund­ir. 

„Það stenst ekk­ert svona veður," sagði Skúli. Plöt­ur fuku af gróður­hús­un­um í fe­brú­ar á síðasta ári þegar þau voru ný­byggð. Í kjöl­farið voru hús­in styrkt og áttu að þola „venju­leg óveður".

Skúli sagði, að um 10% af plöt­un­um hefðu fokið af öðru hús­inu. Ný­lega verið plantað trjá­plönt­um þar  en von­ast væri til að græðling­arn­ir hefðu ekki skemmst. Áætlaði Skúli að tjónið næmi um 1,5 millj­ón­um króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert