Vissi ekki af 60 ára afmæli NATO inngöngu

Guðfinnur Hannesson, forseti Alþingis.
Guðfinnur Hannesson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, sagðist á Alþingi í dag ekki hafa vitað af því að í dag eru 60 ár síðan þingið samþykkti aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði málið að umtalsefni í umræðu um fundarstjórn forseta. Vildi hún í tilefni dagsins að skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál yrði rædd á þingi.

Sagði Guðbjartur að enginn hefði óskað eftir því fyrirfram að skýrslan yrði rædd á þinginu í dag. Hváði þingheimur mjög þegar hann sagðist ekki hafa vitað af þessu. Bætti Þorgerður Katrín því við að ef skýrslan hefði verið rædd í dag hefði einnig mátt ræða hvílíkt gæfuspor það hefði verið fyrir 60 árum að ganga í það friðarbandalag sem hún sagði að NATO væri.

Á dagskrá þingsins í dag eru mál á borð við frumvarp til breytinga á lögum um gjaldþrotaskipti, svokölluð greiðsluaðlögun, breytingar á lögum um atvinnuleysisbætur og frumvarp sem mælir fyrir um afnám ábyrgðarmannakerfisins hjá íslenskum lánastofnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka