Aðgerðaáætlun um velferð kynnt

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Af­leiðing­ar krepp­unn­ar eru aðeins að litlu leyti komn­ar í ljós gagn­vart ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um, að því er fram kem­ur í áfanga­skýrslu vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar, stýri­hóps sem rík­is­stjórn­in skipaði í fe­brú­ar. Vel­ferðaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna efna­hags­ástands­ins var kynnt á blaðamann­fundi í dag, en hún bygg­ir á fyrstu niður­stöðum vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar.

Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra sagði á fund­in­um að áætl­un­in fæli ekki í sér „lof­orð um auk­in fjár­út­gjöld eða krafta­verk“ held­ur væri hún raun­sæ áætl­un sem end­ur­spegli þau verk­efni í vel­ferðar­mál­um sem beina þarf sjón­um að á tím­um aðhalds og sparnaðar. Hún lagði áherslu á að í áætl­un­inni væri þess gætt að sparnaður í ein­um hluta kerf­is­ins leiði ekki til auk­ins kostnaðar ann­ars staðar.

Í aðgerðunum er m.a. gert ráð fyr­ir að stofnaður verði mót­væg­is­sjóður með um 30 millj­ón­um króna sem m.a. veiti fé til rann­sókna á sviði vel­ferðar­mála og til átaks­verk­efna fyr­ir til­tekna hópa sem efna­hags­ástandið hef­ur leikið verst. Að sögn Ástu er um að ræða 30 millj­ón­ir sem höfðu verið eyrn­ar­merkt­ar öðrum verk­efn­um sem ekki var hrundið í fram­kvæmd, og er því ekki um nýj­an út­gjaldalið að ræða.

Meðal annarra liða vel­ferðaráætl­un­ar­inn­ar má nefna:

  • Sér­fræðing­ar verði fengn­ir til að út­búa fé­lags­vísa/​fé­lags­bók­hald þar sem fylgst verðru með ástandinnu með reglu­bundn­um hætti.
  • Tryggt verði að öll börn fái há­deg­is­verð í skól­um lands­ins.
  • Aðstæður ungra barna­fjöl­skylda verði kannaðar sér­stak­lega.
  • Að aðgangaur barna og barna­fjöl­skyldna að fag­fólki sé tryggður og áhersla sé lögð á fjöl­skyldu­vinnu hjá heilsu­gæslu og fé­lagsþjón­ustu.
  • Tryggt verði að versn­andi fjár­hag­ur fólks hindri ekki aðgengi þess að heil­brigðisþjón­ustu.
  • Ungu fólki (18-25 ára) í sér­stök­um aðstæðum verði gert fjár­hags­lega kleift að stunda nám í fram­halds­skóla, að fram­halds­skól­ar taki við öll­um nem­end­um sem sækja um skóla­vist og tryggt að verk­námsnem­ar geti lokið námi.
  • Farið verði af stað með sér­stök úrræði fyr­ir ungt at­vinnu­laust fólk sem er að stíga fyrstu skref­in á vinnu­markaði.
  • Hugað verði að sam­ræmd­um aðgerðum sveit­ar­fé­laga, rík­is og aðila vinnnu­markaðar­ins með það að mark­miði að koma í veg fyr­ir að at­vinnu­laust fólk fest­ist í bóta­kerf­inu.
  • Áætl­un um end­ur­skoðun al­manna­trygg­inga verði hraðað þar sem ör­orkumat­s­kerfið og fyr­ir­komu­lag ör­orku­líf­eyr­is verði skoðað sér­stak­lega. Einnig verði vinnu við end­ur­skoðun á regl­um um há­marks­kostnaðar þátt­töku í heil­brigðis­kerf­inu lokið sem fyrst.
  • Í því skyni að sporna við svartri at­vinnu­starf­semi og gervi­verk­töku sam­hliða mik­illi skulde­setn­ingu heim­ila verði það hlut­fall sem at­vinnu­rek­end­um er skylt sam­kvæmt lög­um að halda eft­ir af laun­um starfs­manna til greiðslu á skött­um og meðlög­um lækkað tíma­bundið í 50%úr 75% þannig að starfsmaður haldi ávallt eft­ir a.m.k. helm­ingi launa sinna. 

Hægt er að koma með ábend­ing­ar og kynna sér störf vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar á heimasíðu Fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka