Dæmd í hálfs árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 21 árs gamla konu í hálfs árs fang­elsi fyr­ir fjölda brota, þar á meðal skjalafals, þjófnað og fíkni­efna­brot. Þá var hún svipt öku­rétt­ind­um í ár og dæmd til að greiða versl­un­um og fyr­ir­tækj­um sam­tals tæp­lega 200 þúsund krón­ur í bæt­ur. Kon­an rauf skil­orðs eldri dóms, sem hún hlaut fyr­ir þjófnað.

Kon­an var m.a. fund­in sek um að hafa í sam­vinnu við karl­mann svikið út vör­ur í tveim­ur versl­un­um með því að nota greiðslu­kort, sem maður­inn hafði kom­ist yfir.  Parið keypti vör­ur með af­borg­un­ar­samn­ing­um fyr­ir sam­tals um 350 þúsund krón­ur.

Þá var kon­an fund­in sek um 17 þjófnaðar­brot en aðallega var um að ræðaa þjófnaði úr versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu.  Hún var fund­in sek um fjár­svik með því að láta snyrta hár sitt á hár­greiðslu­stof­um en stinga af án þess að greiða reikn­ing­ana, sem sam­tals hljóðuðu upp á rúm­ar 50 þúsund krón­ur. Þá var kon­an fund­in sek um að hafa látið leigu­bíl­stjóra aka sér en greiða ekki öku­gjaldið.  Einnig var hún fund­in sek um eigna­spjöll með því að sparka í bíl og valda skemmd­um, sem metn­ar voru á 127 þúsund krón­ur.

Loks var kon­an sak­felld fyr­ir að aka bíl án öku­rétt­inda og und­ir áhrif­um am­feta­míns og fyr­ir að hafa am­feta­mín í fór­um sín­um.       

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka