Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mbl.is/Brynjar Gauti

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009.

Markmið við endurskoðun fjárhagsáætlunar var að hagræða um rúma 2,3 milljarða króna í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og með því að standa vörð um grunnþjónustu við íbúa borgarinnar, störf borgarstarfsmanna og gjaldskrár, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tillögur um hagræðingu í almennum rekstri byggja á hugmyndum sem komið hafa frá starfsmönnum og stjórnendum borgarinnar. Á þriðja þúsund starfsmanna tóku þátt í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar sem eru nýmæli í íslenskri stjórnsýslu.

Tekið er fram að aðgerðaáætlun borgarinnar sé í fullu gildi og taki tillögur í endurskoðaðri fjárhagsáætlun mið af markmiðunum. Áætlunin geri aðeins ráð fyrir um 10 prósenta hagræðingu í viðhaldsframkvæmdum, að því er segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert