Frumvarp um hert gjaldeyrishöft varð að lögum á Alþingi undir miðnættið með 31 atkvæði. Þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Efnahags- og skattanefnd Alþingis fjallaði um frumvarpið milli umræðna í kvöld. Á fundi nefndarinnar kom fram, að vart hefði orðið tilhneigingar til að fara í kringum skilaskyldu gjaldeyris og að sú þróun gæti leitt til frekari veikingar á íslensku krónunni. Frumvarpinu væri ætlað að fyrirbyggja þetta.