Grátt leikin eða ónýt, það er efinn

00:00
00:00

Krón­an kemst ekki upp milli ráðherr­anna á stjórn­ar­heim­il­inu þótt for­sæt­is­ráðherra vilji helst kasta henni burt  en fjár­málaráðherra telji hana hafða fyr­ir rangri sök. Það setti hlát­ur að for­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna þegar spurt var í lok blaðamanna­fund­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvort þetta kæmi í veg fyr­ir áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf.

Krón­an er grátt leik­in en ekki ónýt sagði fjár­málaráðherra á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu. Ráðherr­ann fór fögr­um orðum um krón­una sem hann sagði hafða fyr­ir rangri sök. Hún hefði hvorki tekið viðsjár­verðar ákv­arðanir í efna­hags­mál­um né held­ur staðið í far­ar­broddi út­rás­ar­inn­ar.

For­sæt­is­ráðherra finnst hins­veg­ar ekki jafn vænt um krón­una og stefn­ir að því að taka upp evru, helst sem fyrst. Stjórn­ar­samtarfið er þó að þeirra sögn al­veg skín­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert