Herða á gjaldeyrishöftin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Til stendur að afgreiða í kvöld á Alþingi lagafrumvarp um að herða gjaldeyrishöft. Verður mælt fyrir frumvarpinu þegar þingfundi verður haldið áfram klukkan 17:30 en samþykkt var fyrr í dag, að þingfundur gæti staðið fram yfir miðnætti. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er frumvarpið er lagt fram til að bregðast við því, að ákvæði í reglum um gjaldeyrisviðskipti um skilaskyldu hefur ekki haldið.  Gengi krónunnar hefur þannig lækkað jafnt og þétt undanfarnar vikur og lækkaði gengisvísitalan um 0,48% í dag.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði við mbl.is í dag, að verið væri að rannsaka hvernig reglum um gjaldeyrisskil sé fylgt eftir til að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi lekans á gjaldeyrishöftunum með því að kortleggja útflutning í krónum og bera saman tölur frá síðustu áramótum og árunum þar á undan.

Til stóð að leggja frumvarpið fram og mæla fyrir því klukkan 17 en það náðist ekki þar sem frumvarpið var ekki tilbúið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert