Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, leggst gegn því að tekin verði ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál inn í stjórnarskrána líkt og gert er ráð fyrir í frumvarpi, sem er til meðhöndlunar á Alþingi.
Samorka segir á heimasíðu sinni, að þetta ákvæði hafi engan veginn hlotið æskilega umfjöllun í samfélaginu, að afar skammur tími sé engu að síður ætlaður til þessara breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins og að ýmis atriði í frumvarpinu séu óljós og þarfnist frekari skýringa, en geti óbreytt valdið réttaróvissu.