Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu

Meirihluti þeirra sem komu á Vog í fyrra og nota …
Meirihluti þeirra sem komu á Vog í fyrra og nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín. mbl.is/Kristinn

Á síðasta ári komu 620 kannabisfíklar á Sjúkrahúsið Vog. Fram kemur á vef Vogs að um 80% kvennanna og 74% karlanna hafi einnig verið fíknir í örvandi efni á borð við kókaín, amfetamín eða E-pillur. Rúm 30 % höfðu sprautað vímuefnum í æð og rúm 16% voru komin með lifrarbólgu C.

Það kemur einnig fram á vef Vogs að í umræðu um kannabisneyslu og kannabisfíkn gleymist að geta þess að stór hluti kannabisneytendanna verði fíkin í önnur vímuefni og fari jafnvel að sprauta sig í æð með þeim.

Kannabisfíkn sé því nær aldrei ein á ferð og þess vegna sé dálítið villandi að tala um kannabisfíkn án þess að geta þess hversu margir kannabisfíklar noti önnur vímuefni í ríkum mæli. 

Vefur SÁÁ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka